Ekki hefur verið jafn erfitt að komast inn á fasteignamarkað í langan tíma. Sú greiðslubyrði sem fyrstu kaupendur þurfa að standast hefur tvöfaldast á innan við tveimur árum.

Par á þrítugsaldri sem leggur til hliðar tíund ráðstöfunartekna sinna þarf nú að safna í yfir áratug til að eiga fyrir útborgun í 65 milljóna króna íbúð og greiðslubyrðarhlutfall þeirra væri nú rétt yfir 35% almennu viðmiði seðlabankans. Staðan er þyngri á hvorn mælikvarða sem er en hún hefur verið áður svo langt aftur sem athugun Viðskiptablaðsins nær.

Parið væri þó enn undir 40% hámarksgreiðslubyrðarhlutfalli fyrstu kaupenda, en því marki væri náð við 74 milljóna króna verðmiða. Einstaklingur á sama aldri á meðallaunum á sér hins vegar litla von um að komast inn á markaðinn.

Útreikningarnir miðast við þróun meðalráðstöfunartekna aldurshópsins 20-29 ára til og með árinu 2021, en þróun launavísitölu síðan þá, lægstu verðtryggðu vexti Landsbankans, og vísitölu fasteignaverðs í fjölbýli.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun, 13. apríl.