Vinirnir Patrekur Veiga Vigfússon, Valur Kári Eiðsson og Barri Guðmundsson stofnuðu gluggaþvottafyrirtækið Hreini Glugginn í vor. Þeir segjast ekki hafa verið með nein áform fyrir sumarið í ár en vildu þó allir vinna saman.

Félagarnir eru á aldrinum 17 til 18 ára og eru í námi í MS og Verzló. Þeir hafa þó verið góðir vinir frá unga aldri og segjast hafa viljað fylla í skarð á markaðnum með því að bjóða upp á vandaða gluggahreinsun á sanngjörnu verði fyrir alla.

Patrekur segir að þeir séu þegar með reynslu frá síðasta sumri en þá byrjuðu þeir fyrst að dýfa tærnar í gluggaþvotti. Þeir ákváðu hins vegar að keyra verkefnið í gang í ár og fór vefsíða Hreina Gluggans í loftið í lok apríl.

„Við byrjuðum svo að auglýsa okkur á Facebook og þá fóru margar mæður í hverfinu að hafa samband við okkur. Síðan fóru nágrannar í götunni að mæla með okkur,“ segir Patrekur en þeir vinirnir eru búsettir í Laugardalnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.