Ítalski bankinn UniCredit hefur stækkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank úr 9% í 21% og óskað eftir heimild frá evrópska bankaeftirlitinu til að eignast allt að 29,9% hlut í bankanum.

Greint var frá því þann 11. september síðastliðinn að UniCredit hefði keypt 9% hlut í Commerzbank. Fjárfestingin var talin merki um að UniCredit gæti reynt að taka yfir þýska bankann.

Ítalski bankinn UniCredit hefur stækkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank úr 9% í 21% og óskað eftir heimild frá evrópska bankaeftirlitinu til að eignast allt að 29,9% hlut í bankanum.

Greint var frá því þann 11. september síðastliðinn að UniCredit hefði keypt 9% hlut í Commerzbank. Fjárfestingin var talin merki um að UniCredit gæti reynt að taka yfir þýska bankann.

UniCredit tilkynnti í morgun að bankinn hefði keypt um 11,5% hlut í Commerzbank til viðbótar í gegnum afleiðusamninga. Áréttað er að uppgjör umræddra samninga getur aðeins farið fram eftir að ítalski bankinn hefur fengið tilskilin leyfi frá eftirlitsaðilum.

UniCredit segist telja að hægt sé að ná fram umtalsverðum verðmætum í gegnum Commerzbank, hvort sem þýski bankinn yrði áfram rekinn sem sjálfstæður banki eða innan UniCredit samstæðunnar.