Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason situr í, hefur hafnað samrunatilboði hugbúnaðarfyrirtækisins AppLovin. Stjórnin ákvað að halda sér við fyrri áform um að kaupa ironSource, keppinaut AppLovin, líkt og tilkynnt var um fyrir rúmum mánuði síðan. Hlutabréf Unity hafa fallið um meira en 7% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um yfirtökutilboð AppLovin í síðustu viku. Tilboðið fól í sér að hluthafar Unity myndu eignast 55% af hlutafé sameinaðs félags. Unity var metið á 17,5 milljarða dala eða 58,85 dali á hlut í tilboðinu en gengi félagsins stóð í 49,76 dölum áður en upplýst var um tilboðið fyrir viku síðan.

Stjórn Unity segist í kauphallartilkynningu hafa farið yfir fjárhagslegan og skipulegan ávinning tilboðs AppLovin með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtækja og komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í hag hluthafa að samþkkja tilboðið.

Unity mun nú einbeita sér að því að ljúka kaupum á hugbúnaðarfyrirtækinu ironSource með það í huga að bæta tæknilausnir á auglýsingahlið sinni sem hefur liðið fyrir breytingar Apple varðandi öflun persónuupplýsinga. Kaupsamningurinn metur ironSource á 4,4 milljarða dala og felur í sér að hluthafar ironSource eignist 26,5% hlut í Unity. Unity hefði þurft að falla frá kaupunum ef það hefði samþykkt tilboð AppLovin.

Fjárfestingafélögin Silver Lake og Sequoia, stærstu hluthafar Unity, hafa samþykkt að kaupa breytanleg skuldabréf útgefin af Unity fyrir einn milljarð dala þegar kaupunum á ironSource lýkur.

Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason situr í, hefur hafnað samrunatilboði hugbúnaðarfyrirtækisins AppLovin. Stjórnin ákvað að halda sér við fyrri áform um að kaupa ironSource, keppinaut AppLovin, líkt og tilkynnt var um fyrir rúmum mánuði síðan. Hlutabréf Unity hafa fallið um meira en 7% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um yfirtökutilboð AppLovin í síðustu viku. Tilboðið fól í sér að hluthafar Unity myndu eignast 55% af hlutafé sameinaðs félags. Unity var metið á 17,5 milljarða dala eða 58,85 dali á hlut í tilboðinu en gengi félagsins stóð í 49,76 dölum áður en upplýst var um tilboðið fyrir viku síðan.

Stjórn Unity segist í kauphallartilkynningu hafa farið yfir fjárhagslegan og skipulegan ávinning tilboðs AppLovin með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtækja og komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í hag hluthafa að samþkkja tilboðið.

Unity mun nú einbeita sér að því að ljúka kaupum á hugbúnaðarfyrirtækinu ironSource með það í huga að bæta tæknilausnir á auglýsingahlið sinni sem hefur liðið fyrir breytingar Apple varðandi öflun persónuupplýsinga. Kaupsamningurinn metur ironSource á 4,4 milljarða dala og felur í sér að hluthafar ironSource eignist 26,5% hlut í Unity. Unity hefði þurft að falla frá kaupunum ef það hefði samþykkt tilboð AppLovin.

Fjárfestingafélögin Silver Lake og Sequoia, stærstu hluthafar Unity, hafa samþykkt að kaupa breytanleg skuldabréf útgefin af Unity fyrir einn milljarð dala þegar kaupunum á ironSource lýkur.