Íslenska tæknifyrirtækið App Dynamic hefur unnið hin virtu þýsku Red dot hönnunarverðlaun fyrir þriðju kynslóð hins sérhæfðs streymistækis síns, AirServer Connect 3, sem jafnframt er fyrsta atlaga fyrirtækisins að hönnun eigin vélbúnaðar.

Félagið svipti loks hulunni af tækinu á dögunum eftir langt og strangt hönnunarferli en til samanburðar var fyrirrennarinn, Connect 2, hannaður fyrir og keyrði hugbúnað App Dynamic á tæki sem félagið keypti tilbúið í heilu lagi.

„Skýr og markviss hönnunin í nettum pakka gera AirServer Connect 3 að sannarlega mögnuðu tæki sem hefur upp á fjölmargar nýjungar að bjóða en tekst á sama tíma að vera einfalt og þægilegt í notkun við allar aðstæður,“ er haft eftir dómnefnd Red dot á vef verðlaunanna.

„Með Connect 3 höfum við stigið skrefið úr hugbúnaðarfyrirtæki yfir í heildstæðan tækjaframleiðanda og hönnum nú bæði vél- og hugbúnað saman,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri App Dynamic, og reifar alla þá vinnu sem fer í að hanna slíkt tæki frá grunni.

„Móðurborðið og grunnhugbúnaðurinn (e. firmware), kælikerfið, val á og staðsetning allra tengja, staðlarnir sem þau styðja og áfram mætti lengi telja.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði