Origo hefur uppfært listann yfir 20 stærstu hluthafa félagsins í kjölfar ríflega 3,7 milljarða kaupa framtakssjóðsins Umbreytingar II, í rekstri Alfa Framtaks, á 25,8% hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu í byrjun síðustu viku. Lista yfir stærstu hluthafa Origo fyrir og eftir viðskiptin má finna neðst í fréttinni.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE), sem var áður stærsti hluthafi Origo með 13% hlut, seldi 3% hlut fyrir 424 milljónir króna. LIVE er nú þriðji stærsti hluthafi Origo með 10% hlut sem er 1,4 milljarðar að markaðsvirði miðað við 101 krónu gengið í viðskiptunum. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar LIVE, sagði við Innherja að sjóðurinn hyggist kynna sér fyrirætlanir Alfa áður en hann tekur frekari ákvörðun um hlut sinn.
Lífeyrissjóðirnir Birta, Stapi og Festa tóku ekki þátt í viðskiptunum. Birta er nú annar stærsti hluthafi Origo með 10,9% hlut, Stapi fjórði stærsti með 7,2% hlut og Festa sjöundi stærsti með 2,9% hlut.
Lífsverk lífeyrissjóður seldi hins vegar nær allan eignarhlut sinn í Origo, eða 5,6% hlut, fyrir um 790 milljónir.
Frigus og Sjóvá bæta við sig en HEF kapital selur
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði