Tölvubilun hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, bankastarfsemi, heilbrigðiskerfi og önnur kerfi víðs vegar um heiminn í dag. Samkvæmt BBC átti bilunin sér stað vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu frá netöryggisfyrirtækinu Crowdstrike.

Delta Airlines, næststærsta flugfélag heims miðað við farþegafjölda, neyddist til að kyrrsetja allar vélar sínar. American Airlines þurfti að gera slíkt hið sama.

Tölvubilun hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, bankastarfsemi, heilbrigðiskerfi og önnur kerfi víðs vegar um heiminn í dag. Samkvæmt BBC átti bilunin sér stað vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu frá netöryggisfyrirtækinu Crowdstrike.

Delta Airlines, næststærsta flugfélag heims miðað við farþegafjölda, neyddist til að kyrrsetja allar vélar sínar. American Airlines þurfti að gera slíkt hið sama.

Þúsundir farþega um allan heim hafa orðið fyrir áhrifum en flugfélögin virðast hafa orðið fyrir meiri áhrifum en flugvellirnir sjálfir. Aflýsa þurfti hátt í 1.300 flugferðum út um allan heim.

Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, segir að ráðuneytið sé að fylgjast með þróun mála og eru fregnir af töfum á flugvöllum í Japan, Indlandi og á Schiphol-flugvelli í Amsterdam.