Bandaríska fyrirsætan Bella Hadid hefur tjáð sig um auglýsingaherferð Adidas sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum en auglýsingin vitnaði í Ólympíuleikana árið 1972 í Munchen.
Auglýsingaherferðin var fyrir skóna SL72, sem voru gefnir út fyrir þá Ólympíuleika en þá létu 11 ísraelskir íþróttamenn og einn þýskur lögreglumaður í hryðjuverkaárás af hálfu palestínskra skæruliða.
Hadid, sem er hálfur Palestínumaður, segist hneyksluð og vonsvikin yfir herferðinni. Adidas hefur einnig beðist afsökunar á herferðinni og hefur staðfest að Hadid hefði verið fjarlægð úr auglýsingunni.
„Ég myndi aldrei vísvitandi taka þátt í neinni list eða neinu verki sem tengist hræðilegum harmleik af einhverju tagi,“ segir Hadid. Hún hefur jafnframt verið dyggur stuðningsmaður Palestínumanna og gaf fyrr á þessu ári pening til að styðja við hjálparstarf vegna stríðsins á Gaza.