Eyrir Invest hagnaðist um ríflega 174 milljónir evra á síðasta ári eða sem nemur um 26 milljörðum króna.

Er þetta mikill viðsnúningur því árið 2023 nam tap félagsins 11,7 milljörðum króna og árið 2022 var tapið 79 milljarðar. Þetta kemur fram í ársreikningi Eyris Invest, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Þann 31. desember 2023 námu vaxtaberandi skuldir Eyris Invest um 51 milljarði króna og höfðu þær aukist um 11 milljarða á þremur árum. Á árinu 2023 voru engar afborganir greiddar af vaxtaberandi skuldum. Eigið fé félagsins í lok árs 2023 nam 41 milljarði króna og hafði þá lækkað um tæplega 100 milljarða á tveimur árum. Þessi staða félagsins hélst í hendur lækkandi hlutabréfaverð Marels, sem var langverðmætasta eign Eyris Invest.

Eyrir Invest og Marel voru töluvert í umræðunni fyrir rúmu ári síðan. Eyrir Invest var stofnað af feðgunum Árna Oddi Þórðarsyni og Þórði Magnússyni árið 2000. Þeir höfðu alltaf verið stærstu hluthafar í Eyris Invest.

Á árinu 2023 urðu miklar breytingar því í maí það ári hætti Þórður Magnússon sem stjórnarformaður Eyris Invest og í nóvember sama ári hætti Árni Oddur sem forstjóri Marel. Eftir að Arion banki leysti til sín hluta af hlutabréfum Árna Odds í Eyris Invest óskaði hann eftir því að láta af störfum. Eftir innlausn bankans minnkaði hlutur hans í Eyri Invest úr 18,1% í 13,2%. Svipaða sögu var að segja af Þórði. Arion banki leysti til sín tæplega 4,4% eignarhlut hans í Eyri Invest. Fór eignarhlutur hans úr 20,7% í 16,2%. Þetta þýddi að fyrir ári síðan var Arion banki orðinn stór hluthafi í Eyri Invest, með 9,4% hlut.

Mikill viðsnúningur

Nú er staðan allt önnur hjá Eyri Invest. Eins og áður sagði þá er félagið að skila hagnaði í fyrsta skiptið frá árinu 2021. Þegar Eyrir Invest  gekk í gegnum öldudal árið 2023 vildi ákveðinn hópur fjárfesta fara í hlutafjáraukningu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.