Nissan hefur tilkynnt að bílaframleiðandinn muni segja upp 11 þúsund starfsmönnum til viðbótar um allan heim vegna minnkandi sölu á stærstu mörkuðum sínum, Bandaríkjunum og Kína.

Á vef BBC segir að heildarfjöldi uppsagna hjá Nissan, þriðja stærsta bílaframleiðanda heims, hafi verið um 20 þúsund í fyrra eða rúmlega 15% af starfsmönnum fyrirtækisins.

Nissan er nú með 133.500 starfsmenn um allan heim en ekki kemur fram hvar uppsagnirnar munu eiga sér stað. Japanski bílaframleiðandinn bætir við að hann muni fækka verksmiðjum sínum úr 17 niður í 10 fyrir árið 2027.

Uppsagnirnar bætast ofan á þá níu þúsund starfsmenn sem misstu vinnuna hjá Nissan síðasta nóvember. Þá var tilkynnt um hagræðingaráætlun sem fól meðal annars í sér niðurskurð á heildarframleiðslu á heimsvísum um fimmtung.