Kvika banki tilkynnti starfsfólki í dag um að fækkað yrði fimmtán stöðugildum í bankanum, að því er kemur fram í frétt RÚV. Fækkun starfsfólks er sögð bæði fara fram með uppsögnum ásamt því að ekki verður ráðið í stöður fólks sem hefur látið sjálft af störfum.

Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að stöðurnar einskorðast ekki við einstakar deildir innan bankans heldur dreifist víðar í fyrirtækinu.

Fyrir breytingarnar voru stöðugildi bankans um 390 talsins og því nær fækkun starfsfólks til rúmlega 4% starfshóps Kviku.

Hagræðingaraðgerðirnar koma innan við mánuði frá því að Ármann Þorvaldsson tók við af Marinó Erni Tryggvasyni sem forstjóri Kviku.