Mjólkurvinnslan Arna á Bolungarvík, sem sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa, tapaði 42 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Árið á undan nam hagnaður Örnu 34 milljónum.

Félagið velti 1.518 milljónum í fyrra sambanrið við 1.486 árið 2020. Launa- og starfsmannakostnaður hækkaði úr 213 milljónum í 347 á milli ára enda var stöðugildum fjölgað úr 23 í 38 á tímabilinu. Félög tengd Jón Tetzchner eiga tæplega  64% í Örnu ehf. Framkvæmdastjóri félagsins er Hálfdán Óskarsson.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 1. september.