Útgerðafélag Reykjavíkur, áður Brim, hefur eignast þriggja prósenta hlut í Iceland Seafood International (ISI), með kaupum á þriðjungshlut í félaginu Solo Holding ehf. Aðrir eigendur Solo Holding eru FISK-Seafood ehf, Jakob Valgeir ehf, Nesfiskur ehf og Sjávarsýn ehf.  Þeir hluthafar eiga hver um sig 16,67% hlut í félaginu auk þess að vera með beinum hætti hluthafar í Iceland Seafood International (ISI).  Félagið Solo Holding ehf. á samtals 9% eignarhlut í ISI sem er skráð á Nasdaq First North markaðinn.

Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafi HB Granda með ríflega þriðjungshlut. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda er aðaleigandi Útgerðafélags Reykjavíkur.

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Solo Holding ehf, segir í tilkynningu að ánægjulegt sé að fá Útgerðarfélag Reykjavíkur í hóp eigenda Solo Holding ehf. og þar með Iceland Seafood International. „Hópurinn sem stendur að baki Solo Holding býr  yfir mikilli þekkingu á framleiðslu og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum viðskiptum styrkjum við bakland Iceland Seafood International en markmið ISI er að stækka virðiskeðju sjávarafangs og efla enn frekar sókn á erlendum mörkuðum,“ segir Bjarni.

ISI keypti félagið Solo Seafood, eiganda Icelandic Iberica, í sumar og greitt var fyrir félagið með hlutum sameinuðu félagi. Við það eignaðuðust hluthafar Solo Seafood yfir 40% hlut í ISI. Solo Seafood var í eigu sömu aðila og Solo Holding. Solo Seafood keypt Icelandic Iberica átján mánuðum fyrr af Framtakssjóði Íslands, í desember 2016. Ávöxtun Solo Seafood af kaupum og sölu á Icelandic Iberica var sjöföld að teknu tilliti til lánsfjármögnunar kaupanna á á Icelandic Iberica og hlutabréfaverði ISI líkt og Viðskiptablaðið fjallið um í vor.