Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um tæp 1,7% í dag og var loka­gildi hennar 2.841 stig. Vísi­talan hefur ekki verið hærri síðan um mitt ár 2022.

Það sem af er ári hefur vísi­talan hækkað um 15,6% en til saman­burðar hefur OMXS30 í Svíþjóð hækkað um 7% á árinu og OMXC25 í Kaup­manna­höfn hækkað um 1,19%.

Úr­vals­vísi­talan skákar einnig FTSE 100 í Lundúnum sem hefur hækkað um rúm 7%. Stoxx Europe 600 hefur hækkað um rúm 9% það sem af er ári.

Sex félög á aðal­markaði hækkuðu um meira en 4% í við­skiptum dagsins en gengi líftækni­lyfjafélaganna Ocu­lis og Al­vot­ech leiddu hækkanir í Kaup­höllinni í dag.

Gengi Ocu­lis hækkaði um 7% í 903 milljón króna við­skiptum í dag. Dagsloka­gengi félagsins var 2.460 krónur sem er um 22% hærra en gengi félagsins eftir skráningu í apríl.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um rúm 6% í 611 milljón veltu. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.690 krónur sem er tæpum 7% hærra en gengi félagsins í árs­byrjun.

Hluta­bréfa­verð flug­félaganna Play og Icelandair hækkaði einnig í við­skiptum dagsins og fór gengi Icelandair upp um tæp 4% í 101 milljón króna veltu. Gengi Play hækkaði um tæp 5% í ör­við­skiptum.

Gengi Heima fór upp um 4,5% í 408 milljón króna veltu og var dagsloka­gengið 37,2 krónur. Hluta­bréfa­verð Heima hefur leitt hækkanir á aðal­markaði það sem af er ári og hækkað um 55% á árinu.

Gengi Kaldalóns hækkaði um tæp 5% í 100 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengið 26,6 krónur.

Heildar­velta á markaði var 9,8 milljarðar.