Hluta­bréfa­verð nær allra skráðra fé­laga í Kaup­höllinni var á upp­leið í morgun eftir að peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands á­kvað að lækka stýri­vexti í morgun.

Megin­vextir bankans fóru niður um 0,25 prósentur, úr 9,25% í 9,0%, en vextir höfðu verið ó­breyttir frá því í ágúst 2023.

Hluta­bréfa­verð Skaga, Sjó­vá og Skeljar hefur hækkað um rúm 4% í fyrstu við­skiptum á meðan gengi Arion, Al­vot­ech og Kviku banka hefur hækkað um meira en 3%.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hefur hækkað um 1,77% í morgun og stendur í 2.503,32 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um miðjan febrúar.

Heildar­velta á markaði um tíu­leytið í morgun var 1,7 milljarðar.