Úr­val­vísi­talan OMXI15 hefur hækkað um 12,7% síðast­liðinn mánuð er hluta­bréfa­markaðurinn hér heima hefur verið að taka við sér. Loka­gildi úr­vals­vísi­tölunnar var 2.555,56 og hefur vísi­talan ekki verið hærri frá því í byrjun febrúar.

Að­eins þrjú fé­lög á aðal­markaði hafa lækkað síðast­liðinn mánuð og ekkert þeirra um meira en 2%. Hluta­bréfa­verð Eim­skips hefur lækkað um 1,5%, Öl­gerðarinnar um 1,2% og Sýnar um 0,5%.

Gengi Amaroq og Icelandair hafa leitt hækkanir síðast­liðinn mánuð en gengi beggja fé­laga hefur hækkað um 32% á tíma­bilinu.

Gengi Play hefur sömu­leiðis einnig verið á mikilli upp­leið og farið upp um 21%.

Hluta­bréfa­verð Ocu­lis, sem tók ó­vænt stökk í byrjun októ­ber, hefur síðan hækkað um rúm 22%.

Enn hækkar Oculis

Ocu­lis leiddi hækkanir á aðal­markaði í dag og fór gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins upp um 3% í 246 milljón króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi fé­lagsins var 2060 krónur og hefur aldrei verið hærra.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar leiddi lækkanir er gengið fór niður um rúm 2% í 26 milljón króna veltu.

Heildarvelta á markaði nam 6 milljörðum króna.