Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 1,47% í við­skiptum dagsins en vísi­talan hefur nú hækkað 7,8% síðastliðinn mánuð. Loka­gildi vísitölunnar var 2.489,32 stig.

Hluta­bréfa­verð JBT Marel hækkaði um 4,5% í ör­við­skiptum í dag en gengi félagsins hefur nú hækkað um rúm 13% síðastliðinn mánuð. Dagsloka­gengi JBT Marel var 13.900 krónur.

JBT Marel rekstrarniður­stöðum sem voru um­fram væntingar á fyrsta árs­fjórðungi 2025.

Marel-hlutinn sýndi rekstrar­bata með aukinni fram­legð og sterkri þjónustusölu. Kjarna­rekstur félagsins var jákvæður, skulda­hlut­föll innan viðmiða og lausa­fjár­staða sterk.

Heildar­tekjur sam­stæðunnar námu 854 milljónum Bandaríkja­dala, sem jafn­gildir um 110 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Hluta­bréfa­verð Hampiðjunnar hækkaði um 2% einnig í ör­við­skiptum. Dagsloka­gengi Hampiðjunnar var 106 krónur á hlut.

Gengi Ís­lands­banka hækkaði um rúm 2% og lokaði í 110 krónum eftir við­skipti dagsins.

Hluta­bréfa­verð Ocu­lis lækkaði um 2,5% í 75 milljón króna við­skiptum en augn­lyfja­fyrir­tækið birtir árs­hluta­upp­gjör á morgun. Dagsloka­gengi Ocu­lis var 2.320 krónur.

Heildar­velta á markaði var 2,1 milljarður.