Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 1,47% í viðskiptum dagsins en vísitalan hefur nú hækkað 7,8% síðastliðinn mánuð. Lokagildi vísitölunnar var 2.489,32 stig.
Hlutabréfaverð JBT Marel hækkaði um 4,5% í örviðskiptum í dag en gengi félagsins hefur nú hækkað um rúm 13% síðastliðinn mánuð. Dagslokagengi JBT Marel var 13.900 krónur.
JBT Marel rekstrarniðurstöðum sem voru umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi 2025.
Marel-hlutinn sýndi rekstrarbata með aukinni framlegð og sterkri þjónustusölu. Kjarnarekstur félagsins var jákvæður, skuldahlutföll innan viðmiða og lausafjárstaða sterk.
Heildartekjur samstæðunnar námu 854 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 110 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.
Hlutabréfaverð Hampiðjunnar hækkaði um 2% einnig í örviðskiptum. Dagslokagengi Hampiðjunnar var 106 krónur á hlut.
Gengi Íslandsbanka hækkaði um rúm 2% og lokaði í 110 krónum eftir viðskipti dagsins.
Hlutabréfaverð Oculis lækkaði um 2,5% í 75 milljón króna viðskiptum en augnlyfjafyrirtækið birtir árshlutauppgjör á morgun. Dagslokagengi Oculis var 2.320 krónur.
Heildarvelta á markaði var 2,1 milljarður.