Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 mjakaðist upp á við í dag og hækkaði um 0,33%. Dagsloka­gengið var 2.269,87 stig en á­gætur gangur hefur verið á hluta­bréfa­markaði síðustu vikur og hefur úr­vals­vísi­talan hækkað um 7% síðast­liðinn mánuð.

Eftir 5,1% hækkun í nóvember byrjar desem­ber­mánuður á­gæt­lega en heildar­velta á fyrstu tveimur við­skipta­dögum er yfir 10 milljarðar.

Síminn leiddi hækkanir á markaði er gengi Símans hækkaði um tæp 6% í 222 milljón króna við­skiptum í dag. Gengi fjar­skipta­fyrir­tækisins hefur nú hækkað um tæp 10% síðast­liðna daga.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 mjakaðist upp á við í dag og hækkaði um 0,33%. Dagsloka­gengið var 2.269,87 stig en á­gætur gangur hefur verið á hluta­bréfa­markaði síðustu vikur og hefur úr­vals­vísi­talan hækkað um 7% síðast­liðinn mánuð.

Eftir 5,1% hækkun í nóvember byrjar desem­ber­mánuður á­gæt­lega en heildar­velta á fyrstu tveimur við­skipta­dögum er yfir 10 milljarðar.

Síminn leiddi hækkanir á markaði er gengi Símans hækkaði um tæp 6% í 222 milljón króna við­skiptum í dag. Gengi fjar­skipta­fyrir­tækisins hefur nú hækkað um tæp 10% síðast­liðna daga.

Hlutabréf VÍS héldu áfram að hækka

Öl­gerðin hækkaði um 3,1% í 267 milljón króna veltu. Öl­gerðin hefur átt góðu gengi að fagna á markaði í ár ó­líkt mörgum öðrum fé­lögum og hefur gengið hækkað um 27% á árinu.

Mun það vera næsta mesta hækkunin á markaði í ár en einungis hlutabréf Amaroq hafa hækkað meira en gengi málmleitarfélagsins hefur farið upp um 38% á árinu.

Hluta­bréf í VÍS hækkuðu um 3,3% í 160 milljón króna veltu en gengi VÍS hefur verið að taka við sér síðustu vikur eftir miklar lækkanir í haust. Dagsloka­gengi VÍS undir miðjan nóvember var í kringum 14,2 krónur en gengið lokaði í 15,6 krónum í dag.

Hamp­iðjan lækkaði mest allra skráðra fé­laga og fór gengið niður um 2,4% í 70 milljón króna veltu á sama tíma og Al­vot­ech lækkaði um 1% í 303 milljón króna veltu.