Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,16% í við­skiptum dagsins er afar lítil velta var í Kaup­höllinni í dag.

Hluta­bréfa­verð Amaroq leiddi hækkanir er gengið fór upp um 2% í 31 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Amaroq var 102 krónur.

Gengi Ís­lands­banka hækkaði um rúmt 1% í 16 milljón króna veltu.

Hluta­bréfa­verð Marels fór upp um tæpt 1% í 329 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengið 494 krónur.

Hluta­bréfa­verð Iceland Sea­food International leiddi lækkanir er gengið fór niður um 1,5% í ör­við­skiptum.

Heildavelta á markaði var 1,9 milljarðar.