Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 1,97% í við­skiptum dagsins eftir þó nokkuð langt lækkunar­ferli síðustu vikur. Vísi­talan hefur lækkað um 7,2% síðastliðinn mánuð en hún fór yfir 3000 stig í byrjun febrúar. Vísi­talan lokaði í 2.747,38 stigum eftir hækkun dagsins.

Gengi flug­félagsins Play fór upp um tæp 6% í ör­við­skiptum. Dagsloka­gengi Play var 0,72 krónur á hlut en gengi flug­félagsins hefur lækkað um 28% það sem af er ári.

Gengi Icelandair hækkaði einnig um 6% í um 316 milljóna við­skiptum í dag. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,17 krónur en gengi flug­félagsins hefur lækkað um 20% það sem af er ári.

Gengi flug­félagsins Play fór upp um tæp 6% í ör­við­skiptum. Dagsloka­gengi Play var 0,72 krónur á hlut en gengi flug­félagsins hefur lækkað um 28% það sem af er ári.

Hluta­bréfa­verð Festi hækkaði um 3,5% í 169 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi félagsins 296 krónur á hlut.

Hluta­bréf í Högum hækkuðu um 3% í 174 milljón króna við­skiptum og var dag­loka­gengið 103 krónur á hlut.

Gengi Ocu­lis hækkaði um rúm 3% í 347 milljón króna við­skiptum. Hluta­bréf í Al­vot­ech hækkuðu um 3% í tæp­lega 200 milljón króna við­skiptum.

Heildar­velta á markaði var 4,7 milljarðar.