Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 3,95% í viðskiptum dagsins og lokaði í 2.747,71 stigum. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í nóvember í fyrra en hún hefur nú lækkað um rúm 5% síðastliðinn mánuð.

Á ársgrundvelli hefur hún þó enn hækkað um rúm 10% sem er enn betra en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.

Hlutabréfaverð Oculis leiddi lækkanir á markaði í dag er gengi félagsins fór niður um rúm 7% í tæplega hálfs milljarðs króna viðskiptum í dag. Dagslokagengi augnlyfjafélagsins var 2.540 krónur á hlut.

Líftæknilyfjafélagið Alvotech tók einnig væna lækkun í viðskiptum dagsins er gengið fór niður um rúm 6% í um hálfs milljarðs króna viðskiptum. Dagslokagengi Alvotech var 1.485 krónur og hefur ekki verið lægra síðan í september í fyrra.

Bæði flugfélögin í Kauphöllinni lækkuðu einnig um rúm 6% í viðskiptum dagsins. Dagslokagengi Play var 0,71 króna á hlut eftir örviðskipti á meðan daglokagengi Icelandair var 1,19 krónur eftir 117 milljón króna viðskipti.

Hlutabréfaverð Amaroq Minerals lækkaði um rúm tæp 6% og var dagslokagengið 158,5 krónur á hlut. Gengi Alvotech hefur lækkað töluvert á síðustu vikum og farið niður um 18,5% síðastliðinn mánuð.

Gengi Sjóvár og JBT Marel lækkaði um tæp 5%. Dagslokagengi Sjóvár var 48 krónur á meðan gengi JBT Marel lokaði í 17.500 krónum.

Mesta veltan var með bankabréf en gengi Arion banka lækkaði um tæp 4% í 526 milljón króna veltu á meðan gengi Kviku banka lækkaði um 3% í 532 milljón króna veltu.

Heildarvelta á markaði nam 4,5 milljörðum kró