Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 0,80% í viðskiptum dagsins og lokaði í 2.278 stigum.
Hlutabréfaverð Alvotech leiddi lækkanir á markaði í dag er gengi líftæknilyfjafélagsins fór niður um rúm 3% í 150 milljón króna viðskiptum.
Hlutabréfaverð Reita og Símans fór einnig niður um tæp 3% í viðskiptum dagsins.
Gengi Icelandair, Festi, Nova, Íslandsbanka og Sjóvá hækkaði um hálft prósent í viðskiptum dagsins á meðan Ísfélagið fór upp um rúmt 1% í um 23 milljón króna viðskiptum.
Mesta veltan var með bréf Kviku banka er gengi bankans fór niður um 2% í 430 milljón króna viðskiptum.
Gengi málmleitarfélagsins Amaroq fór niður um rúmt 1% en félagið sem leiddi hækkanir á markaði í fyrra hefur lækkað um rúm 12% það sem af er ári. Dagslokagengi Amaroq var 105 krónur.
Hlutabréfaverð Play á First North markaðinum lækkaði um tæp 3% og var dagslokagengið 1,88 krónur. Kauphöllin samþykkti í dag umsókn flugfélagsins um að taka hlutabréf félagsins til viðskipta á aðalmarkaði.
Viðskipti með bréf félagsins á aðalmarkaði hefjast á fimmtudaginn næstkomandi.