Sextán af 22 félögum aðalmarkaðar Kauphallarinnar hafa lækkað í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,3% í dag eftir að hafa hækkað nokkuð síðustu vikuna. Origo hefur lækkað mest allra félaga eða um 3,5%, þó aðeins í 12 milljóna veltu. Hlutabréf Haga, Icelandair, Nova og Kviku hafa einnig lækkað um meira en 2% í dag.
Evrópskir hlutabréfamarkaðir opnuðu einnig rauðir í morgun en Stoxx Europe 600 vísitalan hefur fallið um 0,9% í dag.
Í umfjöllun Reuters segir að aukin ótti sé meðal fjárfesta um samdrátt í heimshagkerfinu. Í gær birtust tölur sem sýndu að neytendatraust í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna í sextán mánuði. Á sama tíma hefur Seðlabanki Bandaríkjanna gefið til kynna að von sé á frekari vaxtahækkunum.