Kauphöllin opnaði græn í morgun en helmingur félaga aðalmarkaðarins hefur hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,7% frá opnun og stendur nú í 2.765 stigum, 7,7% hærra en við lokun markaða á mánudaginn 20. júní.

Ölgerðin hefur hækkað mest allra félaga eða um 3,1% í 46 milljóna veltu. Gengi félagsins stendur nú í 9,90 krónum á hlut sem er 11% hærra en útboðsgengið sem stóð almennum fjárfestum til boða í hlutafjárútboði félagsins í síðasta mánuði.

Hlutabréf Nova hafa einnig hækkað um 1,5% og stendur gengi félagsins nú í 4,7 krónum á hlut sem er 8% lægra en í útboði félagsins í aðdraganda skráningar í Kauphöllina fyrr í mánuðinum.

Hlutabréfverð Marels heldur áfram að hækka og er nú komið í 643 krónur á hlut. Gengi félagsins hefur nú hækkað um 13% á rúmri viku.