Sífellt fleiri kínverskir ferðamenn eru farnir að leggja land undir fót en þar sem kínverska júanið hefur verið að styrkjast er orðið mun hagstæðara fyrir Kínverja að ferðast.
Meðal vinsælustu áfangastaða eru Japan, Taíland og Suður-Kórea en lönd eins og Singapúr og Malasía hafa einnig notið vinsælda meðal fjölskyldna þar sem margir barnvænir valkostir eru þar í boði.
Taíland áætlar að hafa laðað til sín meira en átta milljónir kínverskra ferðamanna fyrir árslok og eru Kínverjar farnir að fara reglulega til Suður-Kóreu í verslunarferðir.
Belti og braut samstarfið hefur einnig sett lönd eins og Tyrkland, Kasakstan og Úsbekistan á kortið fyrir kínverska ferðamenn.
Evrópa er þó enn vinsæll áfangastaður en vinsælustu löndin í álfunni eru Ítalía, Spánn og Belgía og sækja Kínverjar mikið í lúxusferðir á þeim slóðum.