Um leið og á­form ríkis­stjórnarinnar um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja birtust í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um miðjan júlí­mánuð lækkaði verð­bólgu­á­lag á skulda­bréfa­markaði til skamms tíma veru­lega enda vegur bensín- og dísil­verð þungt í vísi­tölu neyslu­verðs.

Með lögunum kemur kíló­metra­gjald í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti en slík gjöld verða felld brott.

Hag­fræðingar eru flestir sam­mála um að á­formin gætu haft á­hrif á vísi­tölu neyslu­verðs þar sem elds­neytis­verð mun lækka veru­lega en að öllum líkindum mun kíló­metra­gjaldið ekki leiða til hækkunar þar sem það er ekki eyrna­merkt vega­fram­kvæmdum.

Um leið og á­form ríkis­stjórnarinnar um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja birtust í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um miðjan júlí­mánuð lækkaði verð­bólgu­á­lag á skulda­bréfa­markaði til skamms tíma veru­lega enda vegur bensín- og dísil­verð þungt í vísi­tölu neyslu­verðs.

Með lögunum kemur kíló­metra­gjald í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti en slík gjöld verða felld brott.

Hag­fræðingar eru flestir sam­mála um að á­formin gætu haft á­hrif á vísi­tölu neyslu­verðs þar sem elds­neytis­verð mun lækka veru­lega en að öllum líkindum mun kíló­metra­gjaldið ekki leiða til hækkunar þar sem það er ekki eyrna­merkt vega­fram­kvæmdum.

Þórarinn G. Péturs­son, aðal­hag­fræðingur Seðla­bankans, sagði á blaða­manna­fundi peninga­stefnu­nefndar í vikunni að nefndin telji að gjaldið muni ekki hafa veru­leg á­hrif á vísi­töluna þar sem gjöld muni hækka á móti.

Hann sagði þó út­færslu ríkis­stjórnarinnar á gjaldinu og hvernig Hag­stofan muni reikna það skipta máli í því sam­hengi. Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í vikunni þarf kol­efnis­gjaldið að hækka tölu­vert til þess að ná upp í 1,5% af VLF líkt á­form standa til.

Hann sagði þó út­færslu ríkis­stjórnarinnar á gjaldinu og hvernig Hag­stofan muni reikna það skipta máli í því sam­hengi. Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í vikunni þarf kol­efnis­gjaldið að hækka tölu­vert til þess að ná upp í 1,5% af VLF líkt á­form standa til.

Spurður um hvort breytingin muni lækka verð­bólgu án verð­bólgu­þrýstings, segir Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, að út­færslan skipti öllu máli.

„Það fer eftir hvernig þetta verður skil­greint. Við sendum fyrir­spurn á Hag­stofuna sem svaraði því að ef bæði fyrir­komu­lag gjald­tökunnar sjálfrar og ráð­stöfun fjárins er skýrt af­markað, ekki ó­svipað gjald­tökunni í Hval­fjarðar­göngum á sínum tíma, þá væri hægt að túlka þetta sem gjald­töku sem í rauninni myndi ekki hafa á­hrif á þennan lið í vísi­tölu neyslu­verðs nema hugsan­lega á mun hversu háar upp­hæðir eru í gjald­tökunni á móti nú­verandi skatt­lagningu. En þá yrðu á­hrifin minni háttar“.

„Á hinn bóginn ef þetta verður eins og þegar út­varps­gjaldið tók við af af­nota­gjöldum þá getur undir­vísi­talan fyrir bensín- og dísil­verð lækkað veru­lega, jafn­vel um þriðjung eða svo, og á­hrifin á vísi­tölu neyslu­verðs yrðu þá í kringum prósentuna.“

Hag­stofan sagðist ekki gæti kveðið endan­lega upp á­hrifin á vísi­tölu neyslu­verðs fyrr en út­færsla á gjald­töku stjórn­valda lægi fyrir.

Spurður um hvaða á­hrif frum­varpið gæti haft á skulda­bréfa­markaðinn, segir Jón Bjarki nokkrar sviðs­myndir mögu­legar.

„Við gætum alveg átt inni ein­hverja frekari lækkun á skamm­tíma­á­lagi af því að fólk er að reikna eftir ein­hverjum líkum sem það metur sjálft á hvor leiðin verður farin. Þannig það er ekki búið að verð­leggja þetta að fullu. Ef það kemur í ljós að þetta verður eyrna­merkt og lækkunar­á­hrifin verða engin í rauninni um ára­mótin þá á það eftir að keyra upp verð­bólgu­á­lagið annað­hvort með lækkun á kröfu verð­tryggðu bréfanna eða hækkun á kröfu ó­verð­tryggðu bréfanna,“ segir Jón Bjarki og bætir við að seinni kosturinn sé lík­legri.

Jón Bjarki segir að verð­bólgu­á­lagið gæti þó alveg dregist enn meira saman ef á­hrifin verða til lækkunar á VNV.

„En það nær bara yfir næsta ár. Verð­bólga í janúar 2026 yrði sú sama og ef þessu yrði ekki breytt. Að minnsta kosti beinu á­hrifin,“ segir Jón Bjarki. Að hans mati ætti peninga­stefnu­nefnd að horfa fram hjá þessari mögu­legri lækkun á verð­bólgu við vaxta­á­kvarðanir sínar en af því að verð­bólgu­væntingar eru losan­legar þá gætu ó­beinu á­hrifin verið ein­hver.
„Væntingar á markaði, al­mennings og fyrir­tækja, þær verða trú­lega fyrir meiri á­hrifum af þessari breytingu heldur en ef kjöl­festa peninga­stefnunnar væri sterk og lang­tíma­verð­bólgu­væntingar stöðugar. Að því leyti gæti þetta hjálpað til ef undir­liggjandi verð­bólga er að hjaðna á þessu tíma­bili líka,“ segir Jón Bjarki.