Aðgerðir stjórnvalda í Indlandi með það að markmiði að auka innlenda eldsneytisframleiðslu gæti haft heftandi áhrif á útflutning. Talið er að þessar aðgerðir muni enn herða að heimsmarkaði með olíu. Aljazeera greinir frá.

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur Indland, sem er þriðji stærsti olíuinnflytjandi heims, aukið innflutning á ódýrri rússneskri olíu og á sama tíma aukið útflutning á olíuvörum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur olíuútflutningur Indlands aukist um 16%.

Hins vegar var tilkynnt 1. júlí síðastliðinn viðbótarskatt á þarlenda olíuframleiðendur og setti nýjar takmarkanir á útflutningsmagn í því skyni að auka birgðir í landinu til að mæta vaxandi eftirspurn.

Indverskum olíuframleiðendum ber skylda til að selja a.m.k. 30% af díselolíu til innlendra aðila, og 50% af seldu bensín. .