Heildarútflutningur á fyrsta ársfjórðungi jókst um 57% borið saman við sama fjórðung í fyrra og munaði þar mestu um aukin útflutningsverðmæti áls, en útflutningstekjur af álframleiðslu jukust um 65% á fyrsta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung 2021. Ál og álafurðir eru stærsta útflutningsafurð Íslands um þessar mundir en útflutningstekjur námu 93,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og hafa verið meiri en útflutningstekjur sjávarafurða undanfarna þrjá ársfjórðunga.
Álverð nær sögulegum hæðum
Álverð hefur hækkað mikið undanfarin misseri og náði sögulegum hæðum í mars þegar það fór yfir 4.000 dollara í fyrsta skipti, en verð á áli var 56% hærra að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Joseph Cherrez, greinandi á álmörkuðum hjá greiningarfyrirtækinu CRU, segir að nokkrir samverkandi þættir hafi valdið mikilli hækkun á skömmum tíma.
„Stríðið í Úkraínu, hnökrar í aðfangakeðjunni, orkukrísa í Evrópu og óvissa um framleiðslugetu í Kína eru allt skammtímaþættir sem ollu þessu mikla stökki á álverði fyrr á árinu. Við höfum samt trú á því að álverð haldist hátt, enda falla eiginleikar áls vel að sjálfbærniþróuninni sem er að eiga sér stað í dag, auk þess er til staðar ákveðin grunneftirspurn og -framboð sem mun haldast óbreytt.
Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði