Breska fjölmiðjasamstæðan Reach Plc, sem gefur m.a. út götublöðin Daily Mirror og Daily Express, hyggst skera niður 200 störf, eða um 4% af stöðugildum, í hagræðingaaðgerðum. Reuters greinir frá.
Reach tilkynnti jafnframt um að hagnaður vegna ársins 2022 yrði undir væntingum markaðsaðila, m.a. minni auglýsingatekna á síðasta ársfjórðungi. Fjölmiðlafyrirtækið sagðist jafnframt gera ráð fyrir að rekstrarumhverfið verði áfram krefjandi í ár.
Í ljósi óvissu í hagkerfinu og krefjandi aðstæðna vegna minni eftirspurnar eftir auglýsingum og auknum kostnaði, segist félagið hafa ákveðið að ráðast í umfangsmiklar hagræðingaðgerðir. Reach áætlar að þær skili 30 milljóna punda, eða 5,2 milljarða króna, sparnaði í ár. Um 4.500 manns starfa hjá Reach.
Hlutabréf Reach hafa fallið um 26% í viðskiptum dagsins. Markaðsvirði félagsins nemur nú 256 milljónum punda eða um 44,5 milljörðum króna.