Í­þrótta- og úti­vista­fatnaðar­verslunin Úti­líf hefur fest kaup á skíða- og úti­vistar­versluninni Alparnir.

„Með kaupunum styrkjum við stöðu Úti­lífs enn frekar á markaðinum og aukum úr­val okkar af fremstu úti­vistar- og skíða­vöru­merkjum heims auk þess að fá til liðs við okkur starfs­fólk með mikla þekkingu og reynslu frá Ölpunum,” segir í til­kynningu frá Útilíf.

Úti­vistar­verslanirnar sam­einast í septem­ber undir merkjum Úti­lífs.

„Úti­líf á sér sterka sögu og fagnar 50 ára af­mæli á næsta ári og við sjáum mikil tæki­færi í því að byggja á þeirri sterku arf­leifð sem Úti­líf býr yfir með nýjum og nú­tíma­legum á­herslum og kaupin á Ölpunum eru spennandi hluti af þeirri veg­ferð,” segir Elín Tinna Loga­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Úti­lífs.

Með kaupunum fylgir meðal annars um­boðið á Ís­landi fyrir merkin Salomon og A­t­omic.

Styrkir getu Alpana

Í til­kynningu segist Brynjar Haf­þórs­son, fram­kvæmda­stjóri Alpanna, fullur til­hlökkunar fyrir að sam­einast jafn rót­grónu og sterku fyrir­tæki og Úti­lífi.

„Það mun ein­göngu styrkja getu okkar til að bjóða upp á þá fram­úr­skarandi þjónustu og há­gæða vörur sem Alparnir eru þekktir fyrir,“ segir Brynjar.

Úti­líf rekur í dag þrjár verslanir á Ís­landi; úti­vistar­verslun Skeifunni 11, í­þrótta­vöru­verslanir í Smára­lind og Kringlunni á­samt sér­verslun The North Face á Hafnar­torgi.

Verslun Alpana er til húsa í Faxa­feni í Skeifunni.