Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands neitar að útiloka þann möguleika að hækka fjármagnstekjuskatt í næstu fjárlögum sem kynnt verða þar í landi í haust. Í heimsókn sinni til Bandaríkjanna sagði ráðherrann að mikilvægt væri að ná réttu jafnvægi í skattamálum.

Reeves er nú stödd í New York sem hluti af stefnu stjórnvalda til að hvetja erlenda fjárfesta til að til að auka hagvöxt í Bretlandi.

Ráðherrann hefur þegar útilokað hækkun á virðisaukaskatti, tekjuskatti og almannatryggingum. Það hefur leitt til vangaveltna um það hvaða skattar verða hækkaðir og virðist fjármagnstekjuskattur vera mögulegur valkostur.

Sem stendur er 24% fjármagnstekjuskattur af seldum eignum í Bretlandi og 20% skattur af öðrum seldum eignum. Til samanburðar greiðir fólk sem þénar milli 50 til 125 þúsund pund á ári 40% í tekjuskatt og er hæsta þrepið 45%.