Sam­kvæmt verð­bólgu­spá Lands­bankans verður árs­verð­bólga 3,2% janúar, ef kíló­metra­gjaldið verður ekki tekið inn í verð­bólgu­mælingu Hag­stofunnar. Gangi það eftir yrði árs­verð­bólga hér­lendis ekki mæld lægri síðan í ágúst 2020.

Greiningar­deild bankans tekur þó fram að út­færsla á upp­töku kíló­metra­gjalds liggi ekki fyrir og því ekki ljóst hvort eða hvernig Hag­stofan tekur til­lit til þess í verð­bólgu­mælingum.

Í janúar er á­formað að taka upp kíló­metra­gjald á allar tegundir bif­reiða. Sam­hliða upp­töku kíló­metra­gjalds verða bensín- og olíu­gjöld felld niður, en á móti verða kol­efnis­gjöld hækkuð að ein­hverju marki.

Sam­kvæmt verð­bólgu­spá Lands­bankans verður árs­verð­bólga 3,2% janúar, ef kíló­metra­gjaldið verður ekki tekið inn í verð­bólgu­mælingu Hag­stofunnar. Gangi það eftir yrði árs­verð­bólga hér­lendis ekki mæld lægri síðan í ágúst 2020.

Greiningar­deild bankans tekur þó fram að út­færsla á upp­töku kíló­metra­gjalds liggi ekki fyrir og því ekki ljóst hvort eða hvernig Hag­stofan tekur til­lit til þess í verð­bólgu­mælingum.

Í janúar er á­formað að taka upp kíló­metra­gjald á allar tegundir bif­reiða. Sam­hliða upp­töku kíló­metra­gjalds verða bensín- og olíu­gjöld felld niður, en á móti verða kol­efnis­gjöld hækkuð að ein­hverju marki.

Í spágreiningar­deildar Ís­lands­banka sem birtist einnig í morgun segir að breytingar gætu kippt verð­bólgunni niður um 1,2% í janúar en sam­kvæmt bankanum væri enn mikil ó­vissa um það.

Ef kíló­metra­gjaldið verður ekki tekið inn í mælinguna spáir Ís­lands­banki 3,8% verð­bólgu á árs­grund­velli í janúar.

„Á­hrifin fara að öllum líkindum eftir flokkun kíló­metra­gjaldsins en ef það verður eyrna­merkt sam­göngu­fram­kvæmdum í fjár­hag ríkis­sjóðs verða á­hrifin lítil sem engin. Ef það verður hins vegar ekki eyrna­merkt, og með­höndlað eins og hver annar beinn skattur af Hag­stofunni, þá teljum við á­hrifin á VNV verða veru­leg,” segir í spá greiningar­deildar Ís­lands­banka.

Verðbólga 4,2% til 5% með gjaldinu

Sam­kvæmt lögum um opin­ber fjár­mál má þó ekki eyrna­merkja fjár­muni lengur og því er ekki heimilt að vera með markaða tekju­stofna.

Það veltur því allt á hvernig Hag­stofan mun reikna kíló­metra­gjaldið en sem fyrr segir liggur út­færslan ekki fyrir.

Lands­bankinn spáir 4,2% verð­bólgu og Ís­lands­banki 5,0% verð­bólgu í janúar sé gjaldið tekið inn í mælinguna.

Hægt er að lesa frétta­skýringu Við­skipta­blaðsins um á­hrif kíló­metra­gjaldsins á verð­lag og skatta hér að neðan.