Í bréfi Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, til hluthafa segir að mörg stór og spennandi verkefni liggi fyrir hjá félögum í eignasafni Stoða á árinu 2024. Því sé bundnar miklar vonir við að ávöxtun fari batnandi og þá sérstaklega ef væntingar um vaxtalækkanir gangi eftir. Gott jafnvægi hafi náðst á milli skráðra og óskráðra eigna en stíga þurfi skref í að auka erlendar fjárfestingar félagsins.

„Ég hef nú þegar talað um þetta í nokkur ár og því er engin bylting væntanleg en vonandi finnum við áhugaverða erlenda fjárfestingu á árinu.“

Í bréfi Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, til hluthafa segir að mörg stór og spennandi verkefni liggi fyrir hjá félögum í eignasafni Stoða á árinu 2024. Því sé bundnar miklar vonir við að ávöxtun fari batnandi og þá sérstaklega ef væntingar um vaxtalækkanir gangi eftir. Gott jafnvægi hafi náðst á milli skráðra og óskráðra eigna en stíga þurfi skref í að auka erlendar fjárfestingar félagsins.

„Ég hef nú þegar talað um þetta í nokkur ár og því er engin bylting væntanleg en vonandi finnum við áhugaverða erlenda fjárfestingu á árinu.“

Eignasafn Stoða hafi tekið miklum stakkaskiptum á síðasta ári. Óskráðar eignir hafi aukist mikið vegna þátttöku í hlutafjáraukningu First Water og kaupum á Arctic Adventures. Óskráðar eignir nemi nú um 43,8% af heildareignum, skráðar eignir nemi um 47,6% og handbært fé um 8,6%.

„Gera má ráð fyrir að þessi hlutföll haldist nokkuð stöðug á næstunni en það mun þó að miklu leyti ráðast af gengisþróun skráðra bréfa og endurmati óskráðra eigna. Það er mikilvægt að hluthafar geri sér grein fyrir því að verðmæti óskráðra eigna kann á hverjum tíma að vera annað en bókfært verð. Ávallt verður þó sérstaklega upplýst um þegar breyting á mati óskráðra eigna á sér stað í uppgjörum félagsins,“ skrifar Jón.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og fréttina í heild hér.