Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur haldist afar hátt frá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í byrjun október í fyrra. Samhliða þessu hækkaði vísitala neysluverðs um 0,93% á milli mars og apríl og mældist verðbólga á ársgrundvelli 4,2%.
Sé tekið tillit til óvissuálags er markaðurinn að verðleggja verðbólgu í kringum 3,5% til 4% næstu árin.Þrátt fyrir að verðbólguálagið gæti verið að einhverju leyti tengt framboði og eftirspurn á markaði er þetta einn af þeim þáttum sem peningastefnunefndin mun horfa til við vaxtaákvörðun síðar í mánuðinum .
Viðmælendur Viðskiptablaðsins telja meiri líkur en minni að þróun síðustu vikna valdi því að vaxtalækkun mánaðarins verði minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði