Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starfs­greina­sam­bandsins, er orð­laus yfir hótunum Hollywood- stjarna um að snið­ganga Ís­land verði hval­veiðar leyfðar aftur.

„Ég er orð­laus yfir þessari frétt um að ein­hverjar Hollywood-stjörnur hóti snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný. Ætlar þetta fólk að segja hvernig við Ís­lendingar eigum að nýta okkar auð­lindir? Hvaða della er þetta?“ skrifar Vil­hjálmur á Face­book og vísar í kvöld­fréttir Stöðvar 2í gær­kvöldi þar sem greint var frá undir­skriftalista sem safnað er í Hollywood gegn hval­veiðum Ís­lendinga.

Ættu að einbeita sér að byssulöggjöf heima fyrir

Líkt og kunnugt er stöðvaði Svan­dís Svavars­dóttir hval­veiðar í sumar með frestun til 1. septem­ber sem ber upp á morgun. Svan­dís mun í há­deginu í dag kynna á­kvörðun sína um hvort hval­veiðar verði leyfðar að nýju eður ei en málið hefur skapað mikla ólgu innan ríkis­stjórnarinnar.

Nú hafa Hollywood-stjörnur á borð við Leonar­do DiCaprio blandað sér í deiluna.

„Væri ekki nær fyrir þessar Hollywood-stjörnur að byrja á að taka til í sínum garði áður en þær fara að hóta okkur Ís­lendingum og segja okkur hvernig við eigum að nýta okkar sjávar­auð­lind. Væri ekki nær að allir leikarar í Hollywood myndu leggja niður störf þar til byssu­lög­gjöf í Banda­ríkjunum verði breytt?“ skrifar Vil­hjálmur.