Valgeir Gunnlaugsson, betur þekktur sem Valli flatbaka, hefur selt pizzastaðinn Íslensku Flatbökuna, sem hann stofnaði í febrúar 2015. Ásamt því að hafa rekið flatbökuna er Valgeir einn af eigendum Indican ásamt Páli Óskari sem steig sín fyrstu skref í veitingarbransann nú á dögunum.

Nýir eigendur Íslensku Flatbökunnar munu taka við rekstrinum í lok mánaðarins en það eru athafna- og veitingarmennirnir Hafþór Rúnar Sigurðsson og Páll Ágúst Aðalheiðarson. Þeir reka saman matarvagnin PopUp Pizza.

„Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ segir Valgeir.