Banda­ríski seðla­bankinn er um þessar mundir að undir­búa vaxta­lækkun en sam­kvæmt The Wall Street Journal stendur Jerome Powell seðla­banka­stjóri frammi fyrir erfiðri á­kvörðun; hvort það eigi að lækka vexti dug­lega eða lítið í fyrstu at­rennu.

Verð­bólga á árs­grund­velli í Banda­ríkjunum hefur hjaðnað veru­lega síðustu fimm mánuði og mældist einungis 2,5% í ágúst. Hag­fræðingar vestan­hafs sam­mælast um að vextir verði lækkaðir í næstu viku en ekki eru allir sam­mála um hlut­fallið.

Með­limir peninga­stefnu­nefndar seðla­bankans hafa gefið í skyn að vextir verði lækkaðir yfir margra mánaða tíma­bil en stóra spurningin er hvort það verði byrjað á 25 punkta eða 50 punkta lækkun.

Banda­ríski seðla­bankinn er um þessar mundir að undir­búa vaxta­lækkun en sam­kvæmt The Wall Street Journal stendur Jerome Powell seðla­banka­stjóri frammi fyrir erfiðri á­kvörðun; hvort það eigi að lækka vexti dug­lega eða lítið í fyrstu at­rennu.

Verð­bólga á árs­grund­velli í Banda­ríkjunum hefur hjaðnað veru­lega síðustu fimm mánuði og mældist einungis 2,5% í ágúst. Hag­fræðingar vestan­hafs sam­mælast um að vextir verði lækkaðir í næstu viku en ekki eru allir sam­mála um hlut­fallið.

Með­limir peninga­stefnu­nefndar seðla­bankans hafa gefið í skyn að vextir verði lækkaðir yfir margra mánaða tíma­bil en stóra spurningin er hvort það verði byrjað á 25 punkta eða 50 punkta lækkun.

Powell gaf litlar vís­bendingar um af­stöðu sína í þessum efnum í ræðu sinni í Jack­son Hole Wyoming á dögunum.

Um er að ræða ráð­stefnu þar sem seðla­banka­stjórar koma saman en Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri Ís­lands var meðal gesta.

Í ræðu sinni benti Powell því til kollega sinna að hafa augun á hættunum sem eru að myndast á vinnu­markaði áður en hann sagði að stærð og tíma­setning vaxta­lækkana yrði alltaf háð efna­hags­legum gögnum hverju sinni.

Jon Faust, efna­hags­ráð­gjafi Powell til margra ára, segir í sam­tali við WSJ að fjöldi vaxta­lækkana á næstu mánuðum sé mikil­vægari á­kvörðun heldur en hvort fyrsta lækkunin verði 25 eða 50 punktar.

Hann starfaði með Powell í ára­raðir en sagði starfi sínu lausu í vor. Hann segir að það verði mjótt á mununum hvort seðla­banka­stjórinn á­kveði að lækka vexti um 25 eða 50 punkta.