Verðbólga mælist 6,2% samkvæmt nýjustu mælingum í maí og jókst um 0,2% milli mánaða. Á fundi Seðlabankans í þarsíðustu viku vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar kom þó fram að bankinn teldi hækkunina sennilega vera tilkomna vegna einskiptiskostnaðar vegna kjarasamninga. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur ekki farið hækkandi í kjölfarið og heldur lækkandi undanfarnar vikur.

Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort Seðlabankinn sé of mikið að horfa í baksýnisspegilinn þegar kemur að framvirkri leiðsögn. „Almennt séð hefur framsýn peningastefna undanfarna áratugi verið framkvæmd þannig að seðlabankar reiða sig á spálíkön um framtíðarverðbólgu. Með einföldun má segja að ef verðbólguspá bendir til þess að gefið vaxtaaðhald nægi til að skila verðbólgu í markmið samkvæmt þjóðhagslíkani, þá er aðhaldið talið nægilegt – hér hjálpar til hvernig væntingar markaðsaðila geta haft áhrif á aðhaldsstigið þegar verðbólgumarkmið nýtur trúverðugleika,“ útskýrir Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Verðbólga mælist 6,2% samkvæmt nýjustu mælingum í maí og jókst um 0,2% milli mánaða. Á fundi Seðlabankans í þarsíðustu viku vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar kom þó fram að bankinn teldi hækkunina sennilega vera tilkomna vegna einskiptiskostnaðar vegna kjarasamninga. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur ekki farið hækkandi í kjölfarið og heldur lækkandi undanfarnar vikur.

Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort Seðlabankinn sé of mikið að horfa í baksýnisspegilinn þegar kemur að framvirkri leiðsögn. „Almennt séð hefur framsýn peningastefna undanfarna áratugi verið framkvæmd þannig að seðlabankar reiða sig á spálíkön um framtíðarverðbólgu. Með einföldun má segja að ef verðbólguspá bendir til þess að gefið vaxtaaðhald nægi til að skila verðbólgu í markmið samkvæmt þjóðhagslíkani, þá er aðhaldið talið nægilegt – hér hjálpar til hvernig væntingar markaðsaðila geta haft áhrif á aðhaldsstigið þegar verðbólgumarkmið nýtur trúverðugleika,“ útskýrir Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Það sem gerist hins vegar þegar verðbólga víki frá markmiði og missir kjölfestu sína, eins og gerðist í flestum vestrænum ríkjum 2021-2022, sé að verðbólguóvissan margfaldist og spávillan í líkönum seðlabanka aukist upp að því marki að þau missi gildi sitt sem leiðarvísir um aðhaldsstig peningastefnunnar.

„Hvernig geta stefnusmiðir þá verið vissir um að þeim sé að takast að ná verðbólgu niður þegar þeir geta ekki lengur treyst verðbólguspám sínum? Jú, þeir neyðast til að reiða sig meira á mælda verðbólgu og verðbólguvæntingar – þeim nægir ekki að líkön sýni verðbólgu hjaðna í framtíðinni, heldur vilja þeir sjá ótvíræð merki um að mælda verðbólgan sé að hjaðna í rauntíma.“

Þetta sé hin gagnadrifna nálgun sem megi sjá um allan heim sem og á Íslandi.

„Þetta merkir auðvitað að peningastefnan verður baksýnni, og stefnusmiðir lenda óhjákvæmilega á eftir kúrvu. Þegar þeir eru orðnir alveg handvissir um að þeim sé að takast að ná böndum á verðbólgunni, þá er þegar orðið of seint að byrja að lækka vexti, og velferðartapið sem af því hlýst er meira en það hefði orðið með fullri framsýni. Það eykur svo á velferðartapið þegar verðbólguvæntingar víkja frá markmiði og það þarf að skapa verðbólgumarkmiðinu trúverðugleika að nýju með handafli. En það eru líklega nauðsynleg fórnarskipti þegar verðbólguóvissa er mikil, verðbólguvæntingar lausbeislaðar og stefnusmiðir telja hættu á að vextir verði lækkaðir of snemma, eins og seðlabanki Bandaríkjanna gerði t.d. ítrekað í verðbólguskeiði á 8. og 9. áratug síðustu aldar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.