Sænski raf­hlöðu­fram­leiðandinn Nort­hvolt, sem stefndi á að verða stærsti raf­hlöðu­fram­leiðandi fyrir raf­bíla í Evrópu, hefur lent í tölu­verðum vand­ræðum á síðustu dögum.

Í síðustu viku greindi sænska við­skipta­blaðið Dagens Industri frá því að fyrir­tækið hefði hætt við á­ætlanir sínar um að byggja aðra milljarða dala verk­smiðju í Sví­þjóð sam­hliða því að þýska tíma­ritið Mana­ger Magazin greindi frá því að BMW hefði hætt við pantanir fyrir tvo milljarða evra vegna fram­leiðslu­vand­ræða hjá fyrir­tækinu.

Nort­hvolt greindi síðan frá því að fé­lagið væri að hætta við fyrir­hugað frumút­boð og skráningu á markað.

Í byrjun febrúar 2022 greindi Nort­hvolt frá á­ætlunum sínum að byggja fram­leiðslu­stöð í Borlänge norðan við Stokk­hólm, verk­smiðjan yrði til­búin fyrir árs­lok 2024 og það myndu starfa um 1000 manns þar.

Sænski raf­hlöðu­fram­leiðandinn Nort­hvolt, sem stefndi á að verða stærsti raf­hlöðu­fram­leiðandi fyrir raf­bíla í Evrópu, hefur lent í tölu­verðum vand­ræðum á síðustu dögum.

Í síðustu viku greindi sænska við­skipta­blaðið Dagens Industri frá því að fyrir­tækið hefði hætt við á­ætlanir sínar um að byggja aðra milljarða dala verk­smiðju í Sví­þjóð sam­hliða því að þýska tíma­ritið Mana­ger Magazin greindi frá því að BMW hefði hætt við pantanir fyrir tvo milljarða evra vegna fram­leiðslu­vand­ræða hjá fyrir­tækinu.

Nort­hvolt greindi síðan frá því að fé­lagið væri að hætta við fyrir­hugað frumút­boð og skráningu á markað.

Í byrjun febrúar 2022 greindi Nort­hvolt frá á­ætlunum sínum að byggja fram­leiðslu­stöð í Borlänge norðan við Stokk­hólm, verk­smiðjan yrði til­búin fyrir árs­lok 2024 og það myndu starfa um 1000 manns þar.

Bæjar­stjórinn í Borlänge segir í sam­tali við Dagens Industri að allar fram­kvæmdir í tengslum við fram­leiðslu­stöðina hafi verið stöðvaðar.

Sænskir og danskir líf­eyris­sjóðir hafa lagt raf­hlöðu­fram­leiðandanum tölu­vert fé á síðustu árum. Sam­kvæmt Børsen hefur danski líf­eyris­sjóðurinn ATP fjár­fest í fé­laginu fyrir 2,1 milljarð danskra króna eða um 42 milljarða ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Til saman­burðar átti líf­eyris­sjóðurinn hluti í Novo Nor­disk fyrir um 1,5 milljarða danskra króna í árs­lok 2023.

Sam­kvæmt Børsen hafa líf­eyris­sjóðirnir enn trú á Nort­hvolt. Sænski líf­eyris­sjóðurinn AMF, sem á um 3% hlut í Nor­hvolt, er þó byrjaður að þrýsta á fé­lagið til að draga úr vexti og byrja að ein­blína á að halda sér á floti.

„Engla­fjár­festingum fylgir alltaf ein­hver á­hætta,“ segir Sabine Cal­mer Baad, fjár­festinga­stjóri ATP, í sam­tali við Børsen.

„Nort­hvolt er fyrir­tæki sem hefur gríðar­lega mikla mögu­leika á að sækja fram nú þegar breytingar eru að verða í sam­göngu­iðnaðinum og hlut­fall raf­bíla er að aukast. Frá árinu 2017 hefur fyrir­tækið í nánu sam­starfi við við­skipta­vini fram­leitt raf­hlöður sem mæta þeirra þörfum,“ bætir hún við.

Endurfjármögnuðu lán í byrjun árs

Í janúar á þessu ári tók Nort­hvolt fimm milljarða dala lán til að endur­fjár­magna skuldir og hefja fram­kvæmdir á fram­leiðslu­stöðvum í Þýska­landi og Kanada.

Fram­kvæmdir á verk­smiðjunni í Heide í Þýska­landi hófust í mars en náttúru­verndar­sam­tök í Kanada stefndu fyrir­tækinu til að stöðva fram­kvæmdir á verk­smiðjunni rétt fyrir utan Monreal.

Sam­kvæmt Børsen lagði danski líf­eyris­sjóðurinn Dani­ca fyrir­tækinu auka fé til að ráðast í þessar fram­kvæmdir en fjár­festinga­stjóri Dani­ca segir í sam­tali við Børsen að Dani­ca hafi fjár­fest um milljarð danskra króna í versk­miðjunum tveimur.

Thomas Ingerslev fjár­festinga­stjóri Dani­ca vildi ekki tjá sig um vand­ræði Nort­hvolt en stað­festi að líf­eyris­sjóðurinn hefði keypt breytan­leg bréf af Nort­hvolt til að fjár­magna verk­smiðjurnar.

Sam­kvæmt Dagens Industri hafa fram­leiðslu­vand­ræði Nort­hvolt valdið því að fé­lagið skilaði tapi upp á fimm milljarða sænskra króna á þriðja árs­fjórðungi 2023.

Fyrir­tækið hefur ekki enn skilað árs­upp­gjöri fyrir árið í fyrra. Aðrir stórir fjár­festar í Nort­hvolt eru Volkswa­gen, Vol­vo og Gold­man Sachs.