Hótel- og gistiþjónusta í San Fransisco hrundi í faraldrinum og eru hóteleigendur að drukkna í skuldum um þessar mundir samkvæmt The Wall Street Journal.
Vanskil á lánum með veði í atvinnuhúsnæði í miðbæ borgarinnar rauk upp í 41,6% í júnímánuði sem er hækkun úr 5,7% í júní í fyrra.
Mun það vera mesta aukning milli mánaða meðal allra borga landsins.
Hótel- og gistiþjónusta í San Fransisco hrundi í faraldrinum og eru hóteleigendur að drukkna í skuldum um þessar mundir samkvæmt The Wall Street Journal.
Vanskil á lánum með veði í atvinnuhúsnæði í miðbæ borgarinnar rauk upp í 41,6% í júnímánuði sem er hækkun úr 5,7% í júní í fyrra.
Mun það vera mesta aukning milli mánaða meðal allra borga landsins.
Ferðamenn hafa einfaldlega ekki verið að sækja borgina heim í sama magni og áður en nýtingarhlutfall hótelherbergja um helgar hefur lækkað um 22% frá árinu 2019 í San Fransisco en 4% á landsvísu.
„Fyrir hótelgeirann hefur þetta verið erfitt ár,“ segir Anna Marie Presutti, forseti ferðamálastofnunar San Francisco.
Ráðstefnum í borginni hefur einnig fækkað en tvö stærstu hótel borgarinnar, Hilton Parc 55 og Hilton San Francisco Union Square, hafa samanlagt tapað milljarði dollara í verðmæti, samkvæmt Kroll Bond Rating Agency, sem metur þau nú á 553,8 milljónir dollara.