Flugvirkinn Richard Cuevas, heldur því fram að hann hafi verið kallaður klöguskjóða og síðan rekinn fyrir að tjá sig um öryggismál. Richard segist hafa séð ófullnægjandi vinnubrögð við framleiðslu á Boeing 787-flugvélinni.
Boeing segir að málið hafi verið rannsakað á sínum tíma en greindi svo frá því að það væri ekkert til þess að hafa áhyggjur af.
Richard, sem hefur starfað í flugiðnaðinum í 40 ár, var verktaki fyrir Spirit Aerosystems og vann við að setja þrýstibúnað á nef flugvélarinnar. Lögfræðingur hans segir að Richard hafi gert grein fyrir sínum áhyggjum og sagði einn samstarfsmaður að það væri klöguskjóða á ferð.
Flugvélaframleiðandinn segir í viðtali við BBC að áhyggjur Richards hafi verið teknar til greina en að ekkert hafi gerst til að bæta úr vinnubrögðunum. Spirit Aerosystems segir að fyrirtækið sé einnig að skoða málið.