Alex Kroes, framkvæmdastjóri hollenska knatt­spyrnu­fé­lagsins Ajax, hefur verið tíma­bundið vikið úr störfum á meðan fé­lagið rann­sakar mögu­leg inn­herja­við­skipti með bréf Ajax.

Í til­kynningu frá Ajax segir að brott­vísun Kroes hafi nú þegar tekið gildi og fé­lagið hyggst rifta ráðninga­samningi von bráðar.

Sam­kvæmt ESPNkomst Ajax að því að Kroes hefði keypt 17 þúsund hluti í Ajax viku áður en knatt­spyrnu­fé­lagið til­kynnti opin­ber­lega um ráðningu hans í ágúst 2023.

Ajax hefur leitað sér lög­fræði­ráð­gjafar vegna við­skiptanna og segir fé­lagið í til­kynningu að Kroes hafi „lík­legast verið að stunda inn­herja­svik.“

Kroes tók við stöðunni 15. mars en hann kom til fé­lagsins frá AZ Alk­maar en stjórnin réð hann í ágúst 2023. Sam­kvæmt samningi Kroes við AZ Alk­maar mátti hann ekki hefja störf hjá sam­keppnis­aðila meira en tæpu ári frá starfs­lokum.

Fyrrum mark­maðurinn Edwin van der Sar, sem var áður fram­kvæmda­stjóri Ajax, lagði til við stjórn fé­lagsins að Kroes yrði ráðinn sem eftir­maður hans í maí 2023.

Ajax segir í til­kynningu að hegðun Kroes sé ekki í sam­ræmi við þau gildi sem fé­lagið stendur fyrir og harmar fé­lagið hegðun hans.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Ajax er skráð í Kaup­höllina í Amsterdam í Hollandi og stendur gengið í 10,25 evrum þegar þetta er skrifað.