Þrifnaðar­vöru­risinn Cl­or­ox hefur varað markaði við að fé­lagið muni bók­færa veru­legt tap á þriðja árs­fjórðungi eftir tölvu­á­rás í ágúst.

Rekstrar­tekjur fyrir­tækisins drógust saman um 23-28% á árs­fjórðungnum sem lauk 30. septem­ber.

Fyrir­tækið reiknar með því að hafa tapað um 150 milljónum Banda­ríkja­dala á árs­fjórðungum sem sam­svarar rúm­lega 20 milljörðum króna.

Tölvu­á­rásin í ágúst neyddi fyrir­tækið til að slökkva á öllum sölu­kerfi sínu sem hafði gríðar­legar af­leiðingar fyrir fram­leiðslu og sölu á vörum Cl­or­ox. Fé­lagið hefur unnið að því að ná vopnum sínum á síðustu vikum og að koma nýjum vörum í verslanir.

Fyrir­tækið byrjaði að taka við pöntunum aftur 14. ágúst en gat einungis tekið við pöntunum hand­virkt sem hefur hægt veru­lega á sölu.

Sam­kvæmt til­kynningu vonast fyrir­tækið eftir því að geta boðið við­skipta­vinum upp á sjálf­virkar pantanir að nýju sem fyrst.

Vörur Clorox eru afar vinsælar víða um heim.
© epa (epa)