Þrifnaðarvörurisinn Clorox hefur varað markaði við að félagið muni bókfæra verulegt tap á þriðja ársfjórðungi eftir tölvuárás í ágúst.
Rekstrartekjur fyrirtækisins drógust saman um 23-28% á ársfjórðungnum sem lauk 30. september.
Fyrirtækið reiknar með því að hafa tapað um 150 milljónum Bandaríkjadala á ársfjórðungum sem samsvarar rúmlega 20 milljörðum króna.
Tölvuárásin í ágúst neyddi fyrirtækið til að slökkva á öllum sölukerfi sínu sem hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og sölu á vörum Clorox. Félagið hefur unnið að því að ná vopnum sínum á síðustu vikum og að koma nýjum vörum í verslanir.
Fyrirtækið byrjaði að taka við pöntunum aftur 14. ágúst en gat einungis tekið við pöntunum handvirkt sem hefur hægt verulega á sölu.
Samkvæmt tilkynningu vonast fyrirtækið eftir því að geta boðið viðskiptavinum upp á sjálfvirkar pantanir að nýju sem fyrst.