Sérfræðingar óttast að skulda­bréfa­markaðurinn með rusl­bréf sé orðinn „væru­kær“ eftir að á­vöxtunar­krafa þeirra hefur hríð­lækkað á síðustu mánuðum þrátt fyrir að almennt vaxtastig sé enn nokkuð hátt.

Á­hættu­á­lag á slík bréf hefur lækkað um heilt prósentustig, úr 4,5% í 3,5%, síðan í byrjun nóvember.

Sam­kvæmt Financial Times er enn hætta á að það hægist á efna­hags­um­svifum vestan­hafs sem gæti gert mörgum útgefendum ruslbréfa erfitt fyrir og aukið þar með vanskil.

Undir lok nýliðins árs, eftir að Jerome Powell seðla­banka­stjóri til­kynnti líklegar vaxta­lækkanir á nýju ári, lækkaði fjármögnunarkostnaður fyrir­tækja veru­lega.

Sérfræðingar óttast að skulda­bréfa­markaðurinn með rusl­bréf sé orðinn „væru­kær“ eftir að á­vöxtunar­krafa þeirra hefur hríð­lækkað á síðustu mánuðum þrátt fyrir að almennt vaxtastig sé enn nokkuð hátt.

Á­hættu­á­lag á slík bréf hefur lækkað um heilt prósentustig, úr 4,5% í 3,5%, síðan í byrjun nóvember.

Sam­kvæmt Financial Times er enn hætta á að það hægist á efna­hags­um­svifum vestan­hafs sem gæti gert mörgum útgefendum ruslbréfa erfitt fyrir og aukið þar með vanskil.

Undir lok nýliðins árs, eftir að Jerome Powell seðla­banka­stjóri til­kynnti líklegar vaxta­lækkanir á nýju ári, lækkaði fjármögnunarkostnaður fyrir­tækja veru­lega.

Þrátt fyrir að á­vöxtunar­krafa skulda­bréfa hafi hækkað ör­lítið í byrjun árs er meðal­krafa á banda­rísk rusl­bréf nú í kringum 8% en hún var 9,4% í nóvember sam­kvæmt gögnum Bank of America.

Sumir greiningar- og markaðsaðilar eru nú farnir að hafa á­hyggjur af því að markaðurinn sé orðinn of bjart­sýnn á fram­haldið.

Þrátt fyrir lækkunina frá í nóvember er fjár­mögnunar­kostnaður fyrir­tækja enn mun hærri í dag en síðustu ár, og mögu­leg niður­sveifla sem höggva myndi í tekjur og hagnað svífur yfir vötnum.

Þeir sem vara við stöðunni telja ávöxtunarkröfu ruslbréfa því ekki í sam­ræmi við þá á­hættu sem í þeim felist.

„Markaðurinn er að láta eins og vextir séu í núlli en svo er ekki,“ segir Tor­sten Slok, aðal­hag­fræðingur fjár­festinga­fé­lagsins Apollo, í sam­tali við FT.

„Ég held að markaðurinn sé orðinn svo­lítið væru­kær,“ segir Kevin Loome, sjóðs­stjóri hjá T Rowe Price. Svo virðist sem mörgum fjárfestum þyki áðurnefnd 8% ávöxtunarkrafa ruslbréfa um þessar mundir enn nokkuð aðlaðandi.

Fjár­mögnunar­kostnaður fyrir­tækja tók að lækka þegar fjár­festar urðu sann­færðir um að vaxta­hækkunar­ferli seðla­bankans væri lokið eftir að stýri­vextir bankans fóru úr næstum núlli í 5,25 til 5,5% til að ná verð­bólgunni niður.

Er Powell til­kynnti væntar vaxta­lækkanir í desember byrjuðu fjár­festar að færa sig yfir í á­hættu­samari fjár­festingar sem og banda­rísk skulda­bréf.

Sam­kvæmt könnun al­þjóð­legra sam­taka sjóð­stjóra á skulda­bréfa­mörkuðum sem birtist í gær hafi sælu­víman á markaði síðustu tvo mánuði ársins verið meiri en innistæða hafi verið fyrir, en flestir stærstu bankar og vogunar­sjóðir heims eru með­limir í sam­tökunum.

Í könnunni kemur fram að þrátt fyrir að láns­kjör fari nú loks batnandi sé bar­áttunni við verð­bólguna alls ekki lokið.