Philip Lane, aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans, varar við því að verðbólga á evrusvæðinu fari undir 2% verðbólgumarkmiði verði vextir ekki lækkaðir áfram.
Taka þurfi tillit til þeirrar áhættu sem fylgi litlum hagvexti og verðbólgu undir markmiði, sem sé ekki síður óheppileg og verðbólga yfir markmiði.
Þannig telja margir hagfræðingar, sem tóku þátt í könnun Financial Times markaðsaðila og greinenda, að Evrópski seðlabankinn hafi verið of lengi að lækka vexti.
Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 3% og spá markaðsaðilar því að bankinn lækki vexti um 25 punkta í senn þar til þeir verða komnir niður í 2%.