Á síðustu fjórðungum hefur stærsti banki Banda­ríkjanna, JP­Morgan Chase, reynt að vara fjár­festa við því að bankinn væri að „of-þéna“ á hreinum vaxta­tekjum sem munu dragast saman þegar vaxta­lækkunar­ferli seðla­bankans hefst.

Stjórnendur bankans hafa notað hug­takið „of-þéna“ eða „over- earning“ oftar en 30 sinnum í sam­tölum við fjár­festa og á ráð­stefnum síðast­liðið ár, sam­kvæmt eftir­ritum sem The Wall Street Journal greinir frá.

Verð­bólga á árs­grund­velli hefur hjaðnað veru­lega síðustu mánuði vestan­hafs og er gert ráð fyrir að vaxta­lækkunar­ferli banda­ríska seðla­bankans hefjist í næstu viku.

Á síðustu fjórðungum hefur stærsti banki Banda­ríkjanna, JP­Morgan Chase, reynt að vara fjár­festa við því að bankinn væri að „of-þéna“ á hreinum vaxta­tekjum sem munu dragast saman þegar vaxta­lækkunar­ferli seðla­bankans hefst.

Stjórnendur bankans hafa notað hug­takið „of-þéna“ eða „over- earning“ oftar en 30 sinnum í sam­tölum við fjár­festa og á ráð­stefnum síðast­liðið ár, sam­kvæmt eftir­ritum sem The Wall Street Journal greinir frá.

Verð­bólga á árs­grund­velli hefur hjaðnað veru­lega síðustu mánuði vestan­hafs og er gert ráð fyrir að vaxta­lækkunar­ferli banda­ríska seðla­bankans hefjist í næstu viku.

Fjárfestatengslum JPMorgan hefur þó gengið erfiðlega að ná til fjárfesta um þennan yfirvofandi samdrátt, samkvæmt WSJ.

Af þeim sökum ákvað Daniel Pinto, framkvæmdastjóri rekstrar hjá JPMorgan, að hamra á þessari staðreynd á bankaráðstefnu Barclays á þriðjudaginn.

Pinto er sagður líklegur arftaki Jamie Dimon þegar sá síðarnefndi stígur til hliðar.
Pinto er sagður líklegur arftaki Jamie Dimon þegar sá síðarnefndi stígur til hliðar.

Pin­to greindi fundar­gestum frá því að greiningar­aðilar á­ætla að á næsta ári muni hreinar vaxta­tekjur bankans dragast saman um 1,5 milljarða Banda­ríkja­dali, eða um 207 milljarða króna á gengi dagsins.

Pinto bætti við að hann per­sónu­lega telji að sam­drátturinn verði meiri þar sem hann telur að vextir verði lægri en gert er ráð fyrir í spánni.

Pin­to tókst að fanga at­hygli fjár­festa á ráðstefnunni og féll gengi bankans um 5% á þriðju­daginn.

Mun það vera ein mesta lækkun á gengi JP­Morgan Chase á einum við­skipta­degi síðast­liðin ár.

The Wall Street Journal segir að þó að hreinar vaxtatekjur JP Morgan muni vissulega dragast saman á næsta ári sé staða bankans enn mjög sterk og fjárfestar þurfi ekki að missa svefn yfir afkomunni næstu fjórðunga.

Þá má einnig á­ætla að fjár­festinga­starf­semi bankans muni taka við þegar vextir lækka sem gæti mætt yfir­vofandi sam­drætti í hreinum vaxta­tekjum til skamms tíma.

KeyCorp í kjörstöðu

Á sama tíma er ljóst að margir minni og meðalstórir bankar í Bandaríkjunum munu njóta góðs af lægri vöxtum.

Slíkir bankar hafa þurft að fjármagna sig á verri kjörum en stóru fjárfestingarbankarnir og munu þeir að öllum líkindum endurfjármagna sig á betri kjörum er vextir lækka.

Fjármögnunarkjör stóru fjárfestingarbankanna versnuðu ekki af einhverju viti með hækkandi vöxtum en samhliða því eru þeir að greiða afar lítið í innlánsvexti í samræmi við afkomu.

Þegar hreinar vaxtatekjur þeirra 160 banka sem eru skráðir á markað í Bandaríkjunum eru skoðaðar kemur í ljós að JPMorgan Chase er með afar stórt hlutfall af tekjunum.

Samkvæmt gögnum frá Visible Alpha er áætlað að um fimmtungur allra hreinna vaxtatekna séu hjá JPMorgan Chase og því muni vaxtalækkanirnar vera meiri áskorun fyrir bankann en aðra.

Sam­kvæmt greiningar­deild Bank of New York Mellon á­ætlar bankinn að hreinar vaxta­tekjur bankanna muni dragast saman um 6% til 7% á árinu.

Af minni og meðal­stóru bönkunum er á­ætlað að KeyCorp muni njóta hvað mest góðs af lægri vöxtum en bankinn eru sagðir hafa losað sig við mikið af lánum á slæmum kjörum er vextir byrjuðu að hækka vestan­hafs.

KeyCorp greindi frá því í vikunni að bankinn spáir því að hreinar vaxta­tekjur verði um 20% hærri á næsta ári. Hluta­bréfa­verð KeyCorp hefur hækkað um 9% síðast­liðinn mánuð.