Vextir á bílalánum hafa 2-3 faldast á síðustu árum frá því þeir voru lægstir. Algengir vextir á bílalánum í dag eru um 12,5% en kjörvextir á bílalánum hjá Landsbankanum voru 4,1% í desember 2021 og 5% hjá Arion í sama mánuði.

Heimili sem tekur 8 milljóna króna bílalán í dag þarf að greiða um 1 milljón króna í vaxtagjöld á ári miðað við 12,5% vexti. Það er um 83 þúsund krónur á hverjum mánuði. Þegar kjörin voru hvað hagstæðust fyrir tæpum þremur árum þurfti að greiða 27 þúsund krónur á mánuði í vexti.

Nánar er fjallað um málið í síðustu útgáfu Viðskiptablaðsins. Nánari umfjöllun má lesa hér.