Von er á því að evru­svæðið fái nauð­syn­legan inn­blástur á morgun eftir vaxta­á­kvörðun Evrópska Seðla­bankans en vonir standa til að bankinn muni lækka vexti í fyrsta sinn í fimm ár.

Sam­kvæmt Financial Times munu á­hrifin á lána­kostnað ráðast af stærð lækkunarinnar en þrá­lát verð­bólga á evru­svæðinu, drifin á­fram af launa­hækkunum, gæti haft á­hrif á hversu oft bankinn lækkar vexti á árinu.

Von er á því að evru­svæðið fái nauð­syn­legan inn­blástur á morgun eftir vaxta­á­kvörðun Evrópska Seðla­bankans en vonir standa til að bankinn muni lækka vexti í fyrsta sinn í fimm ár.

Sam­kvæmt Financial Times munu á­hrifin á lána­kostnað ráðast af stærð lækkunarinnar en þrá­lát verð­bólga á evru­svæðinu, drifin á­fram af launa­hækkunum, gæti haft á­hrif á hversu oft bankinn lækkar vexti á árinu.

Ef marka má hreyfingar á peninga­mörkuðum eru fjár­festar afar sann­færðir um að vextir verði lækkaðir á morgun. Allra augu verða þó á fjöl­miðla­fundi Christine Lagar­de, for­seta Evrópska seðla­bankans, þar sem stefna bankans fyrir árið verður kynnt.

Sam­kvæmt FT mun hús­næðis­markaður, fjár­festing og einka­neysla njóta mest góðs af vaxta­lækkun bankans.

Stýri­vextir bankans voru hækkaðir í 4% sem setti að sögn FT evru­svæðið í kæfingar­tak en vextir bankans hafa aldrei verið jafn háir.