Von er á því að evrusvæðið fái nauðsynlegan innblástur á morgun eftir vaxtaákvörðun Evrópska Seðlabankans en vonir standa til að bankinn muni lækka vexti í fyrsta sinn í fimm ár.
Samkvæmt Financial Times munu áhrifin á lánakostnað ráðast af stærð lækkunarinnar en þrálát verðbólga á evrusvæðinu, drifin áfram af launahækkunum, gæti haft áhrif á hversu oft bankinn lækkar vexti á árinu.
Ef marka má hreyfingar á peningamörkuðum eru fjárfestar afar sannfærðir um að vextir verði lækkaðir á morgun. Allra augu verða þó á fjölmiðlafundi Christine Lagarde, forseta Evrópska seðlabankans, þar sem stefna bankans fyrir árið verður kynnt.
Samkvæmt FT mun húsnæðismarkaður, fjárfesting og einkaneysla njóta mest góðs af vaxtalækkun bankans.
Stýrivextir bankans voru hækkaðir í 4% sem setti að sögn FT evrusvæðið í kæfingartak en vextir bankans hafa aldrei verið jafn háir.