Fjármálastjórar á Íslandi sem tóku þátt í árlegri könnun Deloitte telja vaxtastig vera stærsta ytri áhættuþáttinn í þeirra rekstri. Hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem nefndu vaxtastig sem helsta áhættuþátt jókst um 5 prósentustig milli ára, eða úr 71% í 76%.

Verðbólguþróun fylgir þar á eftir en þessir tveir áhættuþættir hafa verið efstir í huga fjármálastjóra á Íslandi í síðustu þremur könnunum Deloitte.

Fjármálastjórar á Íslandi sem tóku þátt í árlegri könnun Deloitte telja vaxtastig vera stærsta ytri áhættuþáttinn í þeirra rekstri. Hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem nefndu vaxtastig sem helsta áhættuþátt jókst um 5 prósentustig milli ára, eða úr 71% í 76%.

Verðbólguþróun fylgir þar á eftir en þessir tveir áhættuþættir hafa verið efstir í huga fjármálastjóra á Íslandi í síðustu þremur könnunum Deloitte.

Á árum áður hafði gengisþróun íslensku krónunnar alltaf verið nefnd sem stærsti ytri áhættuþátturinn en að þessu sinni mælist gengisþróun krónunnar fjórði stærsti áhættuþátturinn. Efnahagslegar horfur mælast þriðji stærsti áhættuþátturinn annað árið í röð.

Fá lönd nefna vaxtastigið sérstaklega

Könnunin var framkvæmd af Deloitte í apríl og náði til 1.333 fjármálastjóra fyrirtækja í 13 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Könnunin var send til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins.

„Það er áhugavert að Ísland og Noregur eru einu löndin sem nefna vaxtastig sem stærsta áhættuþáttinn,“ segir Sunna. „Önnur Evrópulönd virðast ekki nefna vaxtastig sem sérstakan áhættuþátt – það er meiri alþjóðlegur bragur af áhættuþáttunum þar.“

Evrópskir fjármálastjórar nefna þannig í ríkari mæli þætti á borð við áhættu sem stafar af þróun alþjóðamála (e. geopolitical risk), netöryggismála, minni eftirspurnar, hækkandi launakostnaðar og skorts á faglærðu fólki.

Sunna Dóra Einarsdóttir, sviðsstjóri viðskiptalausna og meðeigandi hjá Deloitte.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Um 98% íslenskra fjármálastjóra telur stýrivexti – sem standa nú í 9,25% – háa en hlutfallið hækkaði verulega á árunum 2021- 2023 samhliða stýrivaxtahækkunum Seðlabanka Íslands.

Engu að síður bjuggust fjármálastjórarnir að meðaltali við að verðbólga yrði 5,9% á næstu 12 mánuðum, eða talsvert yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Fréttin er hluti af ítarlegri umfjöllun um könnun Deloitte í Viðskiptablaði vikunnar.