Frum­varp atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrín­ar Friðriks­son, um hækk­un veiðigjalda hef­ur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór fram eftir hádegi í dag.

Ríkisstjórnin ákvað á föstudaginn að beita 71. grein þingskapalaga, svonefndu kjarnorkuákvæði, og takmarka þannig ræðutíma þingmanna til að koma frumvarpinu í atkvæðagreiðslu.

Stjórn­ar­liðar samþykktu frumvarpið en eng­inn þingmaður stjórn­ar­and­stöðunn­ar greiddi atkvæði með því.

Frumvarpið felur í sér verulega hækkun veiðigjalda og hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga lýst yfir miklum áhyggjum af áhrifum frumvarpsins.

Í yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um helgina er m.a. varað við að veiðigjaldahækkunin geti leitt til aukinnar samþjöppunar og að starfsemi fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum.